Skip to main content

Haustnámskeið fyrir leiðtoga og aðstoðarleiðtoga í æskulýðsstarfi

Eftir september 12, 2013Æskulýðsstarf

Miðvikudaginn 25. september kl. 17.00-21.00 verður haldið námskeið fyrir leiðtoga og aðstoðarleiðtoga í æskulýðsstarfi kirkjunnar og KFUM og KFUK að Holtavegi 28 (húsi KFUM og KFUK). Boðið verður upp á létta hressingu í upphafi samverunar og kvöldmat.

Námskeiðið skiptist í tvo ólíka hluta sem þó eru báðir mjög mikilvægir í æskulýðsstarfinu:

Hvernig veistu að Guð sé til?

Hvernig svörum við áleitnum spurningum frá börnum og unglingum? Séra Gunnar Jóhannesson ræðir mikilvægi og gildi trúvarnar í æskulýðsstarfi. Boðið verður upp á umræður og spjall á eftir.

Leikjafræði og leikjafjör

Grundvallaratriði leikjafræðanna rifjuð upp og nýir og spennandi leikir kynntir.

Petra Eiríksdóttir og Hjördís Rós Jónsdóttir æskulýðsfulltrúar hjá KFUM og KFUK annast fræðsluna.

Í lok námskeiðsins verður helgistund með áherslu á samfélag og upplifun.

Tekið er á móti skráningu hjá biskupsstofu í síma 528 4000 og á netfanginu kristin.arnardottir@kirkjan.is

Skráningargjald eru litlar 1000 kr. og er síðasti skráningardagur mánudagurinn 23.september.

Allir leiðtogar, aðstoðarleiðtogar og aðrir sem koma að barna- og æskulýðsstarfi sem og aðrir áhugasamir eru hvattir til að sækja námskeiðið.

Námskeiðið er samstarfsverkefni Biskupsstofu, KFUM og KFUK, ÆNK, ÆSKR og ÆSKÞ.