Skip to main content

Hauststörfin í kirkjunni

Eftir september 4, 2012janúar 10th, 2020Fréttir

Með haustvindum og upphafi skólastarfs fylgja ýmis hefðbundin haustverk í kirkjunni. Eitt af þeim eru fundir prófasts með leiðtogum safnaðanna, leikum og lærðum.
Fermingarbörn úr Hafnarfirði heimsækja Skálholt

Haustfundir verða með formönnum sóknarnefnda miðvikudaginn 12. október kl. 17.30 í safnaðarheimili Vídalínskirkju, og með prestum og djáknum á sama stað, fimmtudaginn 13. september kl. 9.30.

Á þessum fundum verður farið yfir málefni safnaðanna og kirkjunnar í upphafi vetrarstarfs og sameiginleg verkefni á vegum prófastsdæmisins kynnt.