Skip to main content

Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis

Eftir febrúar 22, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis 2011 verður haldinn miðvikudaginn 9. mars í Vídalínskirkju í Garðabæ. Samkvæmt starfsreglum þjóðkirkjunnar er héraðsfundur aðalfundur prófastsdæmis og fjallar um málefni sem varða starf þjóðkirkjunnar í prófastsdæminu.
Messa við upphaf prestastefnu
Á héraðsfundinum fara fram starfsskil héraðsnefndar vegna síðasta árs, svo og reikningsskil héraðssjóðs. Héraðsfundur samræmir og markar sameiginlegt kirkjustarf í prófastsdæminu og ráðstafar héraðssjóði fyrir næsta ár.

Héraðsfundur samræmir og markar sameiginlegt kirkjustarf í prófastsdæminu og afgreiðir fjárhagsáætlun héraðssjóðs fyrir næsta ár.
Á héraðsfundinn mæta:
a) þjónandi prestar í prófastsdæminu
b) safnaðarfulltrúar og formenn sóknarnefnda eða varamenn þeirra
c) djáknar, starfandi í prófastsdæminu
d) kirkjuþingsmenn viðkomandi kjördæmis
e) fulltrúar prófastsdæmisins á leikmannastefnu.

Dagskrá fundarins er svo boðuð:

Kl. 17.30 Eftirmiðdagshressing.

Kl. 17.45 Helgistund í Vídalínskirkju í umsjón presta kirkjunnar.

Kl. 18.00
a) Formaður sóknarnefndar Garðasóknar, Magnús E. Kristjánsson, flytur ávarp.
b) Yfirlitsræða prófasts.
c) Reikningar héraðssjóðs.
d) Reikningar sókna og kirkjugarða lagðir fram.*
e) Starfsáætlun héraðsnefndar lögð fram.*
f) Fjárhagsáætlun héraðsnefndar lögð fram.*
g) Skýrslur héraðspresta kynntar.
h) Skýrsla æskulýðsnefndar kynnt.
i) Starfsskýrslur sókna frá síðasta ári (sjá fundarboð).
j) Tillögur lagðar fram.
k) Kosning leikmanns og varamanns hans í héraðsnefnd til tveggja ára.
l) Kosning tveggja fulltrúa (aðalmanns og varamanns) í fulltrúaráð Hjálparstarfs kirkjunnar til tveggja ára.
m) Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga héraðssjóðs og tveggja til vara til tveggja ára.
n) Kosning tveggja fulltrúa og varamanna þeirra á leikmannastefnu kirkjunnar til fjögurra ára.
o) Önnur mál.

Kl. 19.30 Kvöldverður.

Kl. 20.15
Opnar kirkjur, menningardagur í kirkjum haustið 2010: Ármann Gunnarsson verkefnisstjóri menningardagsins sýnir myndefni frá deginum og gerir grein fyrir verkefninu.
Umræður um stöðu kirkjunnar í samfélaginu (m.a. skv. skoðanakönnunum) og kynningu á kirkjustarfi.

Kl. 21,30 Fundarslit.

Lögð verður fram tillaga um að dagskrárliðum, sem auðkenndir eru með stjörnu, verði frestað til leiðarþings.