Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis verður fimmtudaginn 20. maí í safnaðarheimili Innri-Njarðvíkurkirkju, Reykjanesbæ og hefst með helgistund kl. 17:30. Héraðsfundur fyrir árið 2020 var ekki haldinn vegna samkomutakmarkanna og því verða mál frá þeim fundi afgreidd núna.
Öllum þjónandi prestum, djáknum, formönnum sóknarnefnda og safnaðarfulltrúum, einnig kirkjuþingsmönnum prófastsdæmisins og fulltrúum prófastsdæmisins á leikmannastefnu ber að sækja héraðsfund. Annað starfsfólk safnaðanna á rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétt og fundurinn er jafnframt opin öllu áhugafólki um kirkjulegt starf. Í ljósi samkomutakmarkanna er mikilvægt að þátttaka á fundinum sé tilkynnt héraðspresti.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
- Helgistund
- Fundarsetning – kosning fundarstjóra og ritara
- Yfirlitsræða prófasts: skýrsla héraðsnefndar
- Ársreikningar héraðssjóðs til samþykktar
- Starfsáætlun héraðsnefndar lögð fram til samþykktar
- Starfsskýrslur
- héraðsprests
- tónlistarnefndar
- sókna
- ársreikningar sókna og kirkjugarða
- Mál er varða kirkjuþing
- Samþykktir prestastefnu og leikmannastefnu kynntar
- Ákvörðun um greiðslur til kjörinna héraðsnefndarmanna
- Sameiginleg mál sóknarnefnda er varða rekstur og starfsmannahald
- Kosningar
- Aðrar kosningar
- Önnur mál – dr. Bjarni Snæbjörn Jónsson, fjallar um stefnumótun þjóðkirkjunnar.
Fundurinn er samkvæmt starfsreglum um héraðsfundi og héraðsnefndir nr. 965/2006.