Skip to main content

Héraðsfundur

Eftir apríl 21, 2017janúar 10th, 2020Fréttir

Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis verður fimmtudaginn 27. apríl í Strandbergi, Hafnarfjarðarkirkju og hefst með helgistund kl. 17:30. Öllum þjónandi prestum, djáknum, formönnum sóknarnefnda og safnaðarfulltrúum ber að sækja héraðsfund. Organistum er boðið sérstaklega og annað starfsfólk safnaðanna á rétt til fundarsetu.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

17:30   Helgistund í Hafnarfjarðarkirkju

18:00   Aðalfundarstörf

  • Fundarsetning
  • Yfirlitsræða prófasts: skýrsla og starfáætlun héraðsnefndar
  • Ársreikningur héraðssjóðs lagður fram til samþykktar
  • Reikningar sókna og kirkjugarða lagðir fram
  • Starfsáætlun héraðsnefndar lögð fram til samþykktar
  • Skýrslur héraðspresta
  • Starfsskýrslur sókna frá síðasta ári
  • Ákvörðun um tekjur héraðssjóðs
  • Kosningar
  • Önnur mál

19:00   Kvöldverður og söngatriði

19:40   Erindi: Ragna Sara Jónsdóttir, ráðgjafi, fjallar um samfélagslega ábyrgð. Almennar umræður

21:00 Fundarslit