Skip to main content

Hvað er von? Anna M. Þ. Ólafsdóttir

Eftir desember 14, 2010janúar 10th, 2020Fréttir

Í sunnudagsviðtali um von rekur Anna M. Þ. Ólafsdóttir sögu stúlku frá Úganda sem var vonarberi fyrir fjölskylduna sína. Hún fékk tækifæri til að mennta sig og gat þannig hjálpað systkinum sínum til að eiga betri framtíð. Anna minnir líka á að það gefur okkur heilmikla von að geta gefið öðrum von.

Samhliða jóladagatali kirkjunnar í ár eru birt fjögur sunnudagsviðtöl þar sem rætt er um von í lengra máli. Dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur, var fyrsti viðmælandinn. Í viðtali 5. desember sl. ræddi Gunnar um muninn á von og bjartsýni, um mikilvægi vonarinnar í lífi manneskjunnar og hlutverk vonarinnar í Biblíunni.

Jóladagatal kirkjunnar

Að vænta vonar er yfirskrift jóladagatals kirkjunnar 2010. Í jóladagatalinu mætum við 24 vonarberum sem hvetja okkur áfram í dagsins önn. Vonarberarnir koma víða að, þau deila reynslu sinni með áhorfendum og segja í stuttu máli hvernig aðventan vekur þau til umhugsunar um vonina í lífinu.