Skip to main content

Hvað gerist þegar biskupinn vísiterar?

Eftir febrúar 10, 2013janúar 10th, 2020Fréttir

Undirbúnings- og fræðslufundur um biskupsvísitasíur verður haldinn þriðjudaginn 19. febrúar í Vídalínskirkju í Garðabæ. Fundurinn er liður í undirbúningi fyrstu vísitasíu biskups Íslands, Agnesar M. Sigurðardóttur, sem verður í Kjalarnessprófastsdæmi í vor. Fundur af þessu tagi er nýmæli í aðdraganda biskupsvísitasíu en tilgangur hans er annars vegar að skoða stöðu vísitasíunnar í sögu og samtíð og hins vegar að líta til hagnýtra þátta þegar Agnes biskup heimsækir söfnuðina í Kjalarnessprófastsdæmi í vor. Á fundinum um dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur, leiða samtal um tilgang og markmið vísitasíunnar í lúthersku kirkjunni og hvernig siðbótarmennirnir sáu fyrir sér að hún ætti að vera. Þá munu biskup og biskupsritari vera til samtals og svara, um útfærslu og áherslur yfirreiðarinnar í vor.

Á fundinn eru boðaðir prestar og djáknar í Kjalarnessprófastsdæmi, svo og formenn sóknarnefnda. Aðrir áhugasamir eru innilega velkomnir. Fundurinn um biskupsvísitasíu verður haldinn í Vídalínskirkju í Garðabæ, þriðjudaginn 19. febrúar, kl. 17-19.