Skip to main content

Hvenær vaknar Guð?

Eftir október 22, 2012janúar 10th, 2020Fréttir

Dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur á Reynivöllum, flutti útvarpsprédikun sunnudaginn 21. október í Brautarholtskirkju, sem hann nefnir Hvenær vaknar Guð? 

Í prédikuninni, sem var flutt daginn eftir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá segir meðal annars um kristinn boðskap:

Það þarf enga stjórnarskrá til að verja þennan boðskap, þvert á móti eru það einmitt þessi afgerandi viðhorf til mannlegrar tilvistar sem hafa varið þá mannúð og það frelsi sem er svo aftur varin í mörgum stjórnarskrám heimsins.