Skip to main content

Jólatónleikar Gospelkórs Jóns Vídalíns 17. desember

Eftir desember 15, 2009janúar 10th, 2020Fréttir

Gospelkór Jóns Vídalíns er samstarfsverkefni Vídalínskirkju í Garðabæ og fjölbrautaskólans í Garðabæ. Þetta er öflugur kór sem María Magnúsdóttir söngkona stjórnar. Unga fólkið er á aldrinum 16-25 ára og þau syngja kraftmikla gospeltónlist og eftir mjög þekkta og jafnframt nýja tónlistarmenn í gospeltónlist.

Nú verða jólatónleikar 17. desember kl.20 í hátíðarsal FG, þar syngur kórinn jólalög í bland við gospellög við undirleik hljómsveitar. Það eru allir velkomnir og aðgangseyrir er 1000 krónur og frítt fyrir börn 12 ára og yngri.