Skip to main content

Kirjkudagur Kálfatjarnarkirkju 9. maí kl. 14:00

Eftir maí 23, 2010janúar 10th, 2020Fréttir

Árlegur Kirkjudagur Kálfatjarnarkirkju verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 9. maí kl. 14:00 með guðsþjónustu í kirkjunni en kirkjan á 117 ára vígsluafmæli 11. júní.

Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona, flytur hugvekju. 
Þau sem eiga þrjátíu, fjörutíu, og fimmtíu ára fermingarafmæli frá Kálfatjarnarkirkju eru sérstakir boðsgestir. 
Nýr hökull eftir Elínu Stefánsdóttur veflistarkonu verður tekinn í notkun. 
Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn Franks Herlufsens. 
Prestur er sr. Kjartan Jónsson.
Að lokinni athöfn í kirkjunni verður kvenfélagið Fjóla með sína árlega kaffisölu í Tjarnarsal Stóru-Vogaskóla. Allur ágóði af henni rennur í sérstakan styrktarsjóð fyrir kirkjuna.

X