Skip to main content

Kirkjuþingi lokið

Eftir nóvember 22, 2010janúar 10th, 2020Fréttir

Kirkjuþingi lauk í Grensáskirkju í síðustu viku. Á þinginu voru lögð fram 38 mál, eitt var dregið til baka. Þingið afgreiddi þessi mál með 11 starfsreglum og 19 þingsályktunum. Hægt er að kynna sér ýmis atriði sem þingið afgreiddi á vef kirkjuþings: http://kirkjuthing.is

Atkvæðagreiðsla á kirkjuþingi

Kirkjuráð og nefndir
Kjörið var í kirkjuráð og nefndir á síðasta degi þingsins. Kjalarnessprófastsdæmi hlaut einn fulltrúa í kirkjuráð, Ásbjörn Jónsson frá Útskálasókn, en Ásbjörn hefur setið í héraðsnefnd prófastsdæmisins frá árinu 1998. Aðrir í kirkjuráði eru: Katrín Ásgrímsdóttir, sr. Gísli Gunnarsson og sr. Gunnlaugur Stefánsson. Varamenn í ráðinu eru: Birna G. Konráðsdóttir, Svana Helen Björnsdóttir, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir og dr. Sigurður Árni Þórðarson.

Þjóðkirkja sem styrkir og eflir og auðgar samfélagið
Í ályktun um skýrslu kirkjuráðs tók þingið undir orð Péturs Kr. Hafstein, forseta kirkjuþings, sem sagði í setningarræðu sinni: „Það má vera alveg skýrt að þjóðkirkjan vill áfram vera þjóðkirkja í dýpsta skilningi þess orðs án þess að vera ríkiskirkja – þjóðkirkja sem styrkir og eflir og auðgar samfélagið og siðmenningu þess.“

Gerðir kirkjuþings
Gerðir kirkjuþings er hægt að lesa á vef þingsins. Hér að neðan er vísað á nokkur mál sem mikil umræða var um, þið finnið öll málin á http://kirkjuthing.is/gerdir

Starfsreglur um rannsóknarnefnd um viðbrögð og starfshætti þjóðkirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni biskupi um kynferðisbrot:
http://kirkjuthing.is/gerdir/2010/1

Þingsályktun um skýrslu kirkjuráðs:
http://kirkjuthing.is/gerdir/2010/2

Þingsályktun um fjármál þjóðkirkjunnar:
http://kirkjuthing.is/gerdir/2010/3

Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007
http://kirkjuthing.is/gerdir/2010/4

Þingsályktun um frumvarp til þjóðkirkjulaga
http://kirkjuthing.is/gerdir/2010/6

Þingsályktun um þjónustu kirkjunnar:
http://kirkjuthing.is/gerdir/2010/7

Þingsályktun um námsskrá fyrir fræðslu þjóðkirkjunnar
http://kirkjuthing.is/gerdir/2010/14

Þingsályktun um kirkju, þjóð og framtíð
http://kirkjuthing.is/gerdir/2010/24

Einnig var kjörið í margar nefndir á síðasta degi þingsins:
http://kirkjuthing.is/frett/1451

Þingslitaræða Péturs Kr. Hafstein, forseta kirkjuþings, er nú aðgengileg á vef þingsins: http://kirkjuthing.is/frett/1452

Myndir frá kirkjuþingi:
http://www.flickr.com/photos/kirkjan/sets/72157625254818103/