Skip to main content

Kirkjulóðin afhent!

Eftir apríl 22, 2013janúar 10th, 2020Fréttir

Við vísitasíu Agnesar biskups í Tjarnarprestakalli í Hafnarfirði í dag, afhenti bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, söfnuðinum formlega lóð undir nýja kirkju sem rís innan skamms. 
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði og Geir Jónsson, formaður sóknarnefndar Ástjarnarkirkju

Geir  Jónsson, formaður sóknarnefndar tók við lóðinni fyrir hönd safnaðarins. Kjartan Jónsson er sóknarprestur í Tjarnarprestakalli, þar sem nú búa um 8 þúsund manns en þegar hverfið er risið að fullu verða allt að 17 þúsund manns búsettir í sókninni.

Nánar má lesa um þennan skemmtilega viðburð á heimasíðu kirkjunnar.