Skip to main content

Kirkjuþing unga fólksins

Eftir nóvember 8, 2012janúar 10th, 2020Fréttir

Kirkjuþing Unga fólksins verður haldið föstudaginn 9. nóvember í Grensáskirkju. Það er vettvangur fyrir ungt fólk til að koma sjónarmiðum og skoðunum sínum á framfæri við yfirstjórn kirkjunnar. Málaskrá þingsins er fjölbreytt og tekur m.a. á umhverfismálum, stefnu gegn einelti, um skimanir starfsfólks og um innflytjendur. Niðurstöður þingsins verða kynntar og ræddar á Kirkjuþingi 2012 sem hefst þann 10. nóvember.

Á kirkjuþingi unga fólksins eiga sæti fulltrúar prófastsdæmanna og KFUM og KFUK með málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt, alls 29 fulltrúar. Fulltrúarnir skulu vera á aldrinum 14 til 30 ára og skráðir í þjóðkirkjuna. Frá Kjalarnessprófastsdæmi sitja fulltrúar frá Vídalínskirkju, Keflavíkurkirkju, Njarðvíkurkirkju og Útskálakirkju.