Á hverjum degi á aðventunni og fram að jólum munu birtast á falleg og uppörvandi myndskeið þar sem fólk með allskonar bakgrunn úr starfi kirkjunnar fjallar um þýðingu og boðskap aðventunar. Yfirskrift dagatalsins er „Kom þú, kom“ og er sótt í sálm nr. 70: „Kom þú, kom vor Immanúel. Orðið aðventa er úr latínu og merkir koman eða sá sem kemur og vísar til undirbúningstímans fyrir jól þegar við undirbúum komu Jesú Krists.
Jóladagatal er samstarfsverkefni prófastdæmisins og Þjóðkirkjunar. Myndskeiðin eru frá kirkjum á Suðurnesjum, Hafnarfirði, Álftanesi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Kjós og Kjalarnesi. Markmiðið með jóladagatalinu er að minna á boðskap aðventunnar sem er tími vonar og eftirvætingar þegar við íhugum og skoðum hvað gefur lífinu gildi og tilgang. Einnig að vekja athygli á margvíslegum mannauði kirkjunnar, sjálfboðaliðum, starfsfólki og þátttakendum í kirkjustarfinu.
Hægt er að fylgjast með jóladagatalinu hér á heimasíðunni eða Facebókasíðu prófastsdæmisins.
Njótum aðventunnar.