Skip to main content

Kvikmyndin Luther sýnd í Bíó Paradís

Eftir apríl 18, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

Á fyrrihluta 16. aldar byrjar ungur þýskur munkur, Martin Luther, að hvetja til breytinga innan kirkjunnar, sem hann telur þrúgaða af efnishyggju og hræsni. Barátta hans átti eftir að hafa gríðarleg áhrif.

Svona er kvikmyndinni Luther frá árinu 2003 lýst. Kjalarnessprófastsdæmi stendur fyrir sýningu myndarinnar og umræðum um hana í Bíó Paradís, mánudag í dymbilviku, 18. apríl kl. 20.

Kristín Þórunn Tómasdóttir héraðsprestur Kjalarnessprófastsdæmis flytur innlýsingu áður en sýning hefst. Að lokinni sýningu verða umræður undir stjórn dr. Gunnars Kristjánssonar prófasts.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

X