Skip to main content

Kynningarfundur vegna biskuskjörs verður haldinn 2. mars

Eftir febrúar 29, 2012janúar 10th, 2020Fréttir

Kynningarfundur vegna biskupskjörs verður haldinn föstudaginn 2. mars næstkomandi kl. 16-19. Prófastsdæmin þrjú á suðvesturhorninu standa saman að fundinum sem verður haldinn í Háteigskirkju. Þar munu frambjóðendur í biskupskjöri svara spurningum.

Fundurinn er opinn þjóðkirkjufólki, en kjörmenn í biskupskjöri eru sérstaklega hvattir til að sækja hann.

Þetta er fyrsti kynningarfundurinn af sex sem verða haldnir um allt land. Þessi fundur verður tekinn upp og hægt verður að horfa á hann á netinu.

Nánar má lesa um kynningarfundina á kirkjan.is.

Þar er einnig komin yfirlitssíða um biskupskjörið.

X