Skip to main content

Kynningarfundur vegna kjörs vígslubiskups í Skálholti

Eftir febrúar 23, 2018janúar 10th, 2020Fréttir

Kjalarnessprófastsdæmi stendur fyrir kynningarfundi með þeim sem hafa hlotið tilnefningu til að vera í kjöri til vígslubiskups í Skálholti verður mánudaginn 12. mars, kl. 17:30-19:00 í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Þeir sem hlutu tilnefningu eru: sr. Axel Árnason Njarðvík, sr. Eiríkur Jóhannsson og sr. Kristján Björnsson.

Kjörið fer fram með póstkosningu sem hefst þann 9. mars. Þau sem hafa kosningarétt eru þjónandi prestar, djáknar, kjörmenn prestakalla og þeir leikmenn sem eiga sæti í kirkjuráði og á kirkjuþingi samkvæmt starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa.

Fundurinn er öllum opinn.