Skip to main content

Leiðarþing haldið í Garðinum

Eftir október 3, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis verður að þessu sinni haldið í hátíðarsal Gerðaskóla, Garði, miðvikudaginn 5. október. Þingið hefst kl. 17.30 með helgistund í umsjón sóknarprests, sr. Sigurðar Grétars Sigurðssonar.
Útskálakirkja
Leiðarþing er nokkurs konar auka-héraðsfundur prófastsdæmisins og er haldinn í aðdraganda kirkjuþings á hverju hausti. Öllum þjónandi prestum, djáknum, formönnum sóknarnefnda og safnaðarfulltrúum ber að sækja leiðarþing. Starfsfólk safnaðanna á rétt til fundarsetu sömuleiðis.

Dagská þingsins er á þessa leið:

kl. 17.30 helgistund í Útskálakirkju

kl. 18.00 í Gerðaskóla

a) Ávarp prófasts
b) Reikningar sókna og kirkjugarða lagðir fram
c) Starfsáætlun héraðsnefndar lögð fram
d) Fjárhagsáætlun héraðsfundar lögð fram
Fyrirspurnir og umræður

kl. 19.00 kynning á ferð kirkjuþingsfulltrúa prófastsdæmisins til Hannover

kl. 19.30 kvöldverður

kl. 20.15 skýrslur sókna (lið frestað frá héraðsfundi). Almennar umræður

kl. 21.30 fundarslit