Skip to main content

Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis verður haldið fimmtudaginn 8. október í Víðistaðakirkju.

Eftir október 22, 2009janúar 10th, 2020Fréttir

Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis verður haldið fimmtudaginn 8. október í Víðistaðakirkju. Leiðarþing sitja fulltrúar sóknanna í prófastsdæminu, sem eru sautján talsins.

Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis verður haldið fimmtudaginn 8. október í Víðistaðakirkju. 

Leiðarþing sitja fulltrúar sóknanna í prófastsdæminu, sem eru sautján talsins. Það eru prestar, djáknar, formenn sóknarnefnda og safnaðarfulltrúar sem samkvæmt starfsreglum eiga sæti á leiðarþingi, sem er auka-héraðsfundur prófastsdæmanna. Á leiðarþingi verður meðal annars málaskrá komandi kirkjuþings kynnt. 

Leiðarþingið hefst kl. 17.30 og stendur fram yfir kvöldmat. 

Dagskrá fundarins

a) Ávarp prófasts. 
b) Reikningar sókna og kirkjugarða lagðir fram. 
c) Starfsáætlun héraðsnefndar lögð fram. 
d) Fjárhagsáætlun héraðsnefndar lögð fram. 

Kl. 19, 00: Kirkjan í kreppunni: um fjármál safnaða á tímum niðurskurðar. Sr. Kristján Björnsson kirkjuráðsmaður flytur kynningarerindi. 

Kl. 19,30: Kvöldverður. 

Kl. 20,15: Viðbrögð við erindi sr. Kristjáns: 
Elín Jóhannsdóttir, Halldór Leví og Kristján Sigurbjarnarson. 
Almennar umræður. Kl. 21,00: Kynning á fermingarfræðsluefni. Móeiður Júníusdóttir. 

Kl. 21, 30: Fundarslit. 

Þess er vænst að þátttaka verði góð á leiðarþingi nú sem endranær. Öllum þjónandi prestum, djáknum, formönnum sóknarnefnda og safnaðarfulltrúum ber að sækja leiðarþing. Þeir sem ekki eiga heimangengt eru vinsamlega beðnir að sjá til þess að varamenn mæti í staðinn. Organistar og annað starfsfólk safnaðanna á rétt til fundarsetu og bið ég formenn að tilkynna það viðkomandi aðiljum.