Skip to main content

Leiðtogaefni útskrifast

Eftir mars 30, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

Í kvöld, 30. mars útskrifast 25 ungmenni úr Farskóla leiðtogaefna, en þetta er lokapunkturinn á farsælu starfi farskólans í vetur á Reykjavíkursvæðinu. Útskriftin fer fram í Dómkirkjunni kl. 20.00 og bjóða þátttakendur farskólans fjölskyldum sínum og leiðtogum til messu og að henni lokinni, kaffi í safnaðarheimili Dómkirkjunnar.

Hefð er komin á Farskóla leiðtogaefna á höfuðborgarsvæðinu og prófastsdæmanna þriggja, og eru lokasamverurnar jafnan bæði skemmtilegar og hátíðlegar enda mikill mannauður sem kirkjan á í unga fólkinu sem er í leiðtogaskólanum.

Nemendur skólans eru unglingar úr 9., 10. og 1. bekk í framhaldsskóla sem starfa í kirkjustarfi og eru flest aðstoðarleiðtogar í sínum söfnuði. Farskólinn hefur í gegnum tíðina bæði gengt því hlutverki að stuðla að auknu sjálfboðastarfi hjá ungu fólki í kirkjunum og að efla sjálfstraust og samkennd unglinganna sem taka þátt.

Farskóli leiðtogaefna er samstarfsverkefni Biskupsstofu, Æskulýðsnefnd Kjalarnessprófastsdæmis, ÆSKR og ÆSKÞ.