Skip to main content

Leiðarþing 3. október

Eftir september 25, 2012janúar 10th, 2020Fréttir

Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis verður haldið miðvikudaginn 3. október. Leiðarþing er auka-héraðsfundur þar sem lögbundin verkefni eru afgreidd og kirkjufólk hittist til að læra og uppörvast af hvert öðru.Leiðarþingið hefst með helgistund í Mosfellskirkju kl. 17.30 í umsjón sr. Ragnheiðar Jónsdóttur sóknarprests. Að henni lokinni verða fundarstörf í Hlégarði, Mosfellsbæ.

Auk hefðbundinna fundarstarfa verður stjörnuverkefnið Energí og trú í Keflavík kynnt. Þá verður umfjöllun um stefnumótun í söfnuðum og vígslubiskup Skálholtsstiftis ávarpar þingið.

Dagskrá leiðarþings:

Kl. 17,30 Helgistund í Mosfellskirkju

Kl. 18,00 Fundarstörf í Hlégarði

a) Ávarp prófasts.
b) Reikningar sókna og kirkjugarða lagðir fram.
c) Starfsáætlun héraðsnefndar lögð fram.
d) Fjárhagsáætlun héraðsnefndar lögð fram.

Fyrirspurnir og umræður.

Kl. 19, 00:
Ávarp vígslubiskups, séra Kristjáns Vals Ingólfssonar.

Kl. 19,15: Kvöldverður.

Kl. 20,15:
Hjördís Kristinsdóttir segir frá verkefninu Energí og trú í Keflavíkursókn.

21,00: Dr. Runólfur Smári Steinþórsson prófessor og formaður sóknarnefndar í Lágafellssókn flytur erindi um stefnumótun í söfnuðum.

Fundarstörfum lýkur ekki seinna en kl. 21.30.

Formönnum sóknarnefnda og safnaðarfulltrúum ber að sækja leiðarþing. Þeim sem ekki eiga heimangengt eru vinsamlega beðnir að sjá til þess að varamenn mæti í staðinn. Þá eru organistar og annað starfsfólk safnaðanna (launað og ólaunað) velkomnir á fundinn og eru formenn beðnir um að tilkynna það viðkomandi.

 

X