Skip to main content

Leiðarþing og siðbótin í samtímanum

Eftir nóvember 16, 2017janúar 10th, 2020Fréttir

Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis verður haldið fimmtudaginn 23. nóvember, kl. 17.30  í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.Öllum þjónandi prestum, djáknum, formönnum sóknarnefnda og safnaðarfulltrúum ber að sækja leiðarþing. Organistar og annað starfsfólk safnaðanna á rétt til fundarsetu.

Leiðarþing er áhugaverður vettvangur, einskonar auka héraðsfundur og einnig vettvangur til að miðla upplýsingnum um að það sem er að gerast í málefnum kirkjunnar á nýliðnu Kirkjuþingi. Eftir almenn fundarstörf fjalla Ögmundur Jónasson, fyrv. ráðherra, Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur, og Arnór Bjarki Blomsterberg, æskulýðsfulltrúi, um siðbótina í samtímanum.