Skip to main content

Liljur vallarins sýndar í Bíó Paradís

Eftir mars 8, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

Liljur vallarins er ný íslensk heimildamynd eftir Þorstein Jónsson. Hún greinir frá lífinu í fallegri sveit og stórum sem smáum viðfangsefnum fólksins í sveitinni. Kjalarnessprófastsdæmi stendur fyrir sýningu á Liljum vallarins og umræðum um myndina og efni hennar, mánudaginn 14. mars.


Hlutverk prestsins í samfélaginu og samskipti hans við sóknarbörnin er ákveðinn útgangspunktur í myndinni. Þannig verða til spurningar hjá áhorfendanum um mót trúar og reynslu, hlutverk prédikunarinnar í pólitík dagsins í dag, og hvað það er sem mótar sýn manneskjunnar á stöðu hennar í sköpunarverkinu og mannlegu samfélagi.

Stóru þemun í myndinni snerta til að mynda umgengni okkar við náttúruna, ásókn stóriðju og áhrif hennar á nærsamfélagið, og hlutverk trúarinnar í samtali og mótun menningarinnar. Sögusviðið er Kjósin þar sem Dr. Gunnar Kristjánsson prófastur, er sóknarprestur á Reynivöllum. Myndin er tekin á tíma sem nær yfir nokkur misseri og fylgdi Þorsteinn Gunnari eftir í starfinu, m.a. á fundum í Kjalarnessprófastsdæmi.

Að sýningu lokinni verða nokkrir gestir með örstutt viðbrögð og síðan verða almennar umræður.

Sýningin er kirkjufólki í Kjalarnessprófastsdæmi að kostnaðarlausu. Hún er kl. 20, mánudaginn 14. mars, í Bíó Paradís. Viðburðurinn er á facebook:  http://www.facebook.com/event.php?eid=131017753636089&ref=ts

Allir eru innilega velkomnir meðan húsrúm leyfir.