Skip to main content

Lokasprettur vísitasíunnar

Eftir júní 6, 2013janúar 10th, 2020Fréttir

Nú styttist í annan endann á vísitasíu Agnesar biskups í Kjalarnessprófastsdæmi. Um næstu helgi heimsækir Agnes Grindvíkinga, og kynnir sér starf safnaðarins í Grindavík.

Vísitasía biskups í Garðaprestakalli

 

Sóknarnefndin í Grindavík vill gefa öllum bæjarbúum tækifæri til að hitta biskupinn og býður til hádegisgrills í kirkjunni á föstudaginn. Þangað eru allir velkomnir. Að auki heimsækir Agnes leikskóla og á fundi með sóknarnefnd kirkjunnar og starfsfólki safnaðarins.