Skip to main content

Lútherslestrar – fyrir hvern dag ársins

Eftir nóvember 8, 2017janúar 10th, 2020Fréttir

Í tilefni þess að árið 2017 eru liðin 500 ár frá trúasiðbót Marteins Lúthers gefur Kjalarnessprófastsdæmi út bókina „Lútherslestrar – fyrir hvern dag ársins.“ Í bókinni eru lestrar fyrir hvern dag ársins með ritningargreinum ásamt íhugunartextum úr ritsafni Lúthers í þýðingu dr. Gunnars Kristjánssonar.

Heiti bókarinnar á þýsku er Luther Brevier. Það vísar til hefðar í kristinni trúariðkun þegar lesið er daglega úr ritum kirkjufeðranna. Lúther skrifaði mikið til að glæða skilning fólksins á trúnni. Honum var einkum hugleikið framkoma fólksins við hvert annað í ljósi trúarinnar. Það er áskorun nú sem fyrr og því eiga orð Lúthers svo mikið erindi við nútímann.

Bókin kom fyrst út árið 2007 á fæðingardegi Marteins Lúthers, 10. nóvember og var  gefin út af Alþjóðlegu Lútherstofnuninni í Erfurt í Þýskalandi. Bókin er 384 bls. með formála, 365 lestrum og kafla um Lúther og siðbótina.

Bókin er fáanleg í verslunum Pennans/Eymundsson, Kirkjuhúsinu og hjá Kjalarnessprófastsdæmi með því að senda tölvupóst á kjalarpr(a)gmail.com.