Skip to main content

Marteinn Lúther – Hver var hann?

Eftir apríl 21, 2013janúar 10th, 2020Fréttir

Nú þegar styttist í stórafmæli siðbótarinnar og við minnumst þeirra gríðarlegu breytinga sem urðu á kirkju, trú, menningu, stjórnmálum og bókmenntum í kjölfar hennar, er ekkert meira viðeigandi en  að rifja upp ævi og sögu Marteins Lúthers. 

Kjalarnessprófastsdæmi hefur gefið út lítið hefti með æviágripum og sögu Marteins Lúthers, sem dr. Gunnar Kristjánsson prófastur, hefur tekið saman. Bæklingurinn er saminn með ungt fólk í huga og hefur verið dreift til fermingarbarna vorsins í prófastsdæminu.

Í bæklingnum eru myndir og texti sem rekur sögu Lúthers og framvindu siðbótarinnar. Við kynnumst persónum sem höfðu áhrif á Lúther og siðbótarhreyfinguna og stöðum sem skiptu sköpum í þessu merkilega ferli.

Frekari upplýsngar um bæklinginn fást á skrifstofu prófastsdæmisins og hjá prófasti og héraðspresti. Einnig bendum við á Lúthersvefinn eftir Árna og Kristínu sem prófastsdæmið studdi.

Siðbótin er á dagskrá!