Skip to main content

Menningardagur Kjalarnessprófastsdæmis 31. október

Eftir október 8, 2010janúar 10th, 2020Fréttir

Menningardagur Kjalarnessprófastsdæmis verður haldinn á siðbótardaginn 31. október. Hugmyndin að baki deginum er að laða fólk til kirkju og leyfa því upplifa andrúmsloftið þar. Það er á valdi hvers safnaðar fyrir sig hvort og hvers konar dagskrá hann býður upp á.

Ármann Hákon Gunnarsson djákni hefur verið ráðinn til að halda utan um þetta verkefni og hefur hann þegar hafið störf. Hann mun hafa aðsetur á skrifstofu prófastsdæmisins.