Skip to main content

Menningarhátíð í Njarðvíkurkirkjum

Eftir nóvember 9, 2010janúar 10th, 2020Fréttir

Í kjölfar Menningardags í kirkjum í Kjalarnessprófastsdæmi hefur verið efnt til menningardagskrár í Njarðvíkurkirkjum í heilar tvær vikur.

Fjölbreytt dagskrá hefur verið á boðstólnum fyrir Njarðvíkinga á hverjum degi. Framundan lítur dagskráin svona út.

Njarðvíkurkirkja:

Listasmiðjan Ásbrú verður með sýningu 9. nóvember frá kl.17-19 í safnaðarheimilinu.
Miðvikudaginn 10. nóvember kl.10. leikskólinn Akur með uppákomu í safnaðarheimilinu.
Fimmtudagurinn 11.nóvember kl.20-22 verður Harmonikkufélag Suðurnesja með æfingu í safnaðarheimilinu.

Ytri-Njarðvíkurkirkja:

Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju æfir á þriðjudaginn 9. nóvember kl.20. með nemendum úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fyrir poppmessuna sem verður 14. nóvember. Allir hjartanlega velkomnir. Stjórnandi Stefán H. Kristinsson.
8 til 11- Starf. Samvera fyrir börn frá aldrinum átta til elleftu ára miðvikudaginn 10.nóvember kl.17. Umsjón hafa Aðalheiður Níelsdóttir og unglingar úr farskóla kirkjunnar.
Fimmtudagurinn 11.nóvember foreldramorgun kl.10.30. Umsjón hefur Þorbjörg Kristín Þorgrímsdóttir.
Barnakór Njarðvíkurkirkna æfing fimmtudaginn 11. nóvember kl.16. Kórinn er ætlaður börnum frá 1-6. bekk grunnskóla. Umsjón Aðalheiður Níelsdóttir og Stefán H. Kristinsson.
Unglingakór Njarðvíkurkirkna æfing fimmtudaginn 11. nóvember kl. 17. Kórinn er ætlaður unglingum í 7. bekk og eldri. Umsjón Aðalheiður Níelsdóttir og Stefán H. Kristinsson.
Spilakvöld aldraðra og öryrkja fimmtudaginn 11. nóvember kl. 20. Umsjón hafa félagar í Lionsklúbbi Njarðvíkur, Ástríður Helga Sigurðardóttir, Stefán H. Kristinsson og sóknarprestur.

Nánari upplýsingar um dagskrána má sjá á www.njardvikurkirkja.is