Skip to main content

Messuheimsókn fyrrverandi presta, maka og prestsekkna á Hvítasunnudegi

Eftir júní 14, 2012janúar 10th, 2020Fréttir

Prófastsdæmin á Suðvesturhorni landsins hafa skipst á að bjóða félögum í Félagi fyrrverandi presta ásamt mökum og prestsekkjum til guðsþjónustu á kaffidrykkju á vorin undanfarin ár. Að þessu sinni bauð Kjalarnessprófastsdæmi til Hvítasunnuguðsþjónustu í Reynivallakirkju og kaffidrykkju og samverustundar í veiðifélagshúsinu við Laxá í Kjós á eftir.

Gunnar Kristjánsson

Prófasturinn, dr. Gunnar Kristjánsson, annaðist guðsþjónustuna og prédikaði, en Páll Helgason, organisti, lék á orgelið og stjórnaði söng.

„Kjalarnessprófastsdæmi átti hugmyndina að þessum messuheimsóknum og þær hafa alltaf tekist vel. Eldri prestar og prestskonur og prestsekkjur kunna vel að meta þessa gestrisni prófastsdæmanna,“ sagði dr. Gunnar sem bætti við að það hefði verið gaman að taka á móti þessum hópi sem hefur lagt svo mikið til kirkjunnar á sjálfum stofndegi kristinnar kirkju sem er Hvítasunnudagur.

Afar góð þátttaka var í ferðinni sem tókst mjög vel enda spillti veðrið ekki fyrir.