Skip to main content

Námskeið um skapandi forystu í Skálholti 2. október

Eftir október 23, 2010janúar 10th, 2020Fréttir

Skapandi forysta miðar að því að hjálpa fólki til þess að leysa úr læðingi þann sköpunarkraft sem í því býr.

Laugardaginn 2. október kl. 16-21 verður haldið námskeið í Skálholti um skapandi forystu. Skapandi forysta miðar að því að hjálpa fólki til þess að leysa úr læðingi þann sköpunarkraft sem í því býr og yfirvinna þá tálma sem koma í veg fyrir að það nái settu marki. Kjalarnessprófastsdæmi styrkir starf skapandi forystu en kennarinn á námskeiðinu er Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths, sem kennt hefur við Guildhall School of Music and Drama. Sjá nánar á heimasíðu Skálholtsskóla.