Skip to main content

Námskeið um hugvekjugerð

Eftir október 28, 2013janúar 10th, 2020Fréttir

Haustnámskeið í hugvekjugerð

Föstudaginn 15. nóvember næstkomandi verður haldið námskeið í hugvekjugerð fyrir æskulýðsfulltrúa, presta, djákna og nemendur í guðfræðideild HÍ. Námskeiðið verður haldið í safnaðarheimili Háteigskirkju – í Setrinu – og hefst það kl. 9.

Nánari dagskrá:

9:00       Mæting og morgunkaffi.

9.30       Helgistund.

10:00     Fyrirlestur og umræður: Sr. Guðni Már Harðarsson, MA. nemi í prédikunarfræðum við Luther‘s Seminary í St. Paul, flytur erindi.

11.30.    Fyrirlestur og umræður: Sr. Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur, flytur erindi um hugvekjur í erfiðum aðstæðum.

12.30     Hádegismatur

13:00     Fyrirlestur og umræður: Sr. Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra, flytur erindi um hugvekjur til einstaklinga með þroskahömlun.

14:00     Námskeiðslok.

Námskeiðsgjald eru 3000 kr. Tekið er á móti skráningu hjá biskupsstofu í síma 528 4000 og á netfanginu kristin.arnardottir@kirkjan.is eða skraning@kirkjan.is. Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 13. nóvember.

Námskeiðið er samstarfsverkefni Biskupsstofu, KFUM og KFUK, ÆNK, ÆSKR og ÆSKÞ og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta.

X