Skip to main content

Nýr héraðsprestur!

Eftir október 20, 2014janúar 10th, 2020Fréttir

Þau ánægjulegu tíðindi hafa nú borist að sr. Hulda Hrönn Helgadóttir hefur verið skipuð héraðsprestur í Kjalarnessprófastsdæmi og mun þar sinna afleysingum og fræðslu.

Sr. Hulda Hrönn útskrifaðist sem guðfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1987. Hún er jafnframt með meistaragráðu í kennimannlegri guðfræði frá Edinborgarháskóla þar sem hún stundaði m.a. starfsnám við sjúkrahúsið The Royal Infirmary of Edinburgh á árunum 1995-96. Hún var vígð til prests í Hríseyjarprestakalli árið 1987 og hefur einnig gegnt mörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir þjóðkirkjuna .

Kjalarnessprófastur og prófastsdæmið bjóða sr. Huldu Hrönn velkomna til starfa.

Tölvupóstfang sr. Huldu er hulda.hronn.helgadottir (hjá) kirkjan.is og hægt er að ná í hana í s. 699-0359

X