Skip to main content

Öflugt sjálfboðastarf í Bessastaðasókn

Eftir apríl 14, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

Í Bessastaðasókn í Kjalarnessprófastsdæmi var farið í að kortleggja sjálfboðaþjónustu í söfnuðinum, sem telur um 2500 manns. Þar vinna sjálfboðaliðar m.a. í kirkjukórum, sóknarnefnd, barna- og æskulýðsstarfi, bænahópum, og starfi á frístundaheimili sveitarfélagsins.

Umbun í Bessastaðasókn felst í því að gera sér dagamun, með ferð, mat eða námskeiðum, og litlum jólagjöfum. Einnig hefur sjálfboðaþjónusta í samfélaginu verið metin til eininga í framhaldsskólanum. Bessastaðasókn hefur þróað öflugt sjálfboðaliðastarf á öllum sviðum safnaðarstarfsins undir stjórn prestsins þar, sr. Hans Guðbergs Alfreðssonar.

Veturinn 2009-2010 störfuðu alls 62 sjálfboðaliðar í Bessastaðasókn. Störf þeirra skiptust þannig að í sóknarnefnd voru 9 sjálfboðaliðar, 7 sjálfboðaliðar sinntu sunnudagaskólanum ásamt einum launuðum starfsmanni. Starf aldraðra var í umsjón 7 sjálfboðaliða, 2 sjálfboðaliðar sinntu kirkjustarfi í frístundaheimili og 1 sjálfboðaliði starfaði við fermingarfræðslu. 8 manns störfuðu á sumarnámskeiðum fyrir börn, 3 sjálfboðaliðar héldu utan um bænahópa safnaðarins, 1 utan um tólfsporastarfið og loks sungu 24 sjálfboðaliðar í Álftaneskórnum sem leiða söng safnaðarins í guðsþjónustum og athöfnum.

X