Skip to main content

Prófastur hefur vísitasíur

Eftir október 3, 2016janúar 10th, 2020Fréttir

Prófastur Kjalarnessprófastsdæmis, sr. Þórhildur Ólafs, fer nú um prófastsdæmið og vísiterar sóknirnar. Þegar hefur hún vísiterað Bessastaðasókn, Ástjarnasókn og Víðistaðasókn.

Í Bessastaðasókn fékk hún fréttir af starfinu og skoðaði allar aðstæður sem eru sífellt að verða betri, þökk sé samhentu átaki allra aðstandenda sóknarinnar. Sömuleiðis átti prófastur gott spjall við forseta Íslands sem er nú nýtekinn við embætti og hefur yfir Bessastaðakirkju að segja.

Í Ástjarnasókn var spennandi að taka út stórglæsilegt safnaðarheimili sem nú rís þar fyrir einstaka elju starfsfólks og velunnara sóknarinnar. Prófastur tók þar undir áhyggjur heimamanna af prestamálum en ljóst er að prestakallið er of fjölmennt til að hafa eingöngu einn prest.

Í Víðistaðasókn var fróðlegt að heyra að faglegu kirkjulegu starfi og metnaðarfullum tilraunum til áframhaldandi safnaðaruppbyggingar á góðum grunni.

Á öllum stöðum hefur verið vel tekið á móti prófasti.