Á málþingi Kjalarnessprófastsdæmis um frjálslynda þjóðkirkjuhefð sem haldið verður í Reykholti 20-21. maí 2010 verður prófessor emeritus Klaus-Peter Jörns gestur okkar og aðalfyrirlesari. Málþinginu er ætlað að skoða inntak þeirrar guðfræði sem liggur þjóðkirkjuhugsjóninni til grundvallar og jafnframt verður hugað að endurvakningu þessarar hefðar í samtímaguðfræði og kirkjulífi. Málþingið er öllum opið. Sjá dagkrá.
Klaus-Peter Jörns er þekktur og eftirsóttur fyrirlesari, hann hefur ritað allmargar bækur um frjálslynda guðfræði. Hann var prófessor í praktískri guðfræði við Kirkjulega háskólann í Berlín á árunum 1981-1999 og kenndi jafnframt við guðfræðideild Humboldtháskóla í sömu borg, þar var hann einnig forstöðumaður stofnunar fyrir rannsóknir í trúarfélagsfræði.