Skip to main content

Saddleback og Hafnarfjörður

Eftir september 30, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

„Purpose-driven“ safnaðaruppbygging eins og sú sem er stunduð í Saddleback kirkjunni í Kaliforníu, er viðfangsefni námskeiðs í Hafnarfjarðarkirkju 18. október n.k.
Saddleback Church Lake Forest - Worship Choir 9
Námskeiðið er ætlað prestum og stendur frá kl. 10-18. Það kostar kr. 3000 að taka þátt og innifalið í því er léttur hádegisverður. Kennari á námskeiðinu er lútherski presturinn Chris Nelson frá Minneapolis.

Hér er að finna meira um purpose-driven hugmyndafræðina sem upphafsmaður Saddleback, Rick Warren, hefur skrifað mikið um.

Að heimsókninni standa Skálholtsskóli og áhugasamir prestar um safnaðaruppbyggingu í
Kjalarnessprófastsdæmi.  Allar upplýsingar gefur sr. Kjartan Jónsson sóknarprestur í Ástjarnarkirkju.