Skip to main content

Sigurður Pálsson skáld

Eftir desember 5, 2009janúar 10th, 2020Fréttir

Á aðventufundi presta og djákna í Kjalarnessprófastsdæmi verður Sigurður Pálsson skáld gestur og ræðumaður. Hann mun lesa úr verkum sínum og spjalla um þá texta sem hann les, í framhaldi verða almennar umræður. Fundurinn verður í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju fmmtudaginn 10. des. og hefst kl. 9,30. Fundurinn hefst með því að farið verður yfir prédikunartexta jólanna og rætt um prédikanir jólanna og undirbúning þeirra. Samverunni lýkurr með hádegisverði í boði prófastsdæmisins.