Skip to main content

Sóknir og fjármál

Eftir febrúar 10, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

Námskeið fyrir sóknarnefndir Kjalarnessprófastsdæmis í fjármála- og bókhaldslæsi verður haldið 24. febrúar. Markmið námskeiðsins er meðal annars að kynna grundvallaratriði, hlutverk og tilgang bókhalds, og að auka almenna þekkingu á fjármálum og hæfni til að stjórna þeim.
money
Það eru Haukur Skúlason hagfræðingur og Kristján Pétur Kristjánsson viðskiptafræðingur hjá LS Credit ehf. Sem kenna námskeiðið.

Í texta frá þeim segir nánar um námskeiðið:
Fjármálalæsi er getan til að lesa, greina, stjórna og fjalla um fjárhagslega þætti sem hafa áhrif á rekstur sóknarnefnda. Námskeiðið leggur upp að kenna getuna til að greina valkosti í fjármálum, fjalla um peninga án vandkvæða, gera áætlanir til framtíðar og bregðast skynsamlega við breyttum forsendum ákvarðana í fjármálum.
Markmið námskeiðsins:
Að auka almenna þekkingu á fjármálum og hæfni til að stjórna þeim.
Auka skilning á fjármálum og bókhaldi.
Kunna grundvallaratriði bókhalds, hlutverk og tilgangur bókhalds.
Kunna helstu atriði laga um bókhald og hæfni að lesa lögin.
Kennslufyrirkomulag og tímasetning.
Námskeiðið er byggt á fyrirlestri og umræðum þar sem rætt er um hlutina á mannamáli og þeir settir í samhengi við rekstur sóknanefnda. Reynt er að hafa tæknileg atriði í lágmarki – þó verður notuð framsetning á línuritum og í töflum til að sýna hlutina með myndrænum hætti.
Námskeiðið er 3 kennslustundir og verður kennt fimmtudaginn 24. febrúar (kl. 18:00 – 21:00). Kennt verður í safnaðarheimili Vídalínskirkju, Garðabæ.
Skráning fer fram hjá héraðsprestinum í Kjalarnessprófastsdæmi, Kristínu Tómasdóttur, á netfanginu kristin.tomasdottir@kirkjan.is

X