Hið árlega leiðtoganámskeið kirkjunnar og KFUM og KFUK verður haldið laugardaginn 6. febrúar. Að þessu sinni verður það haldið í Hafnarfjarðakirkju en þar er frábær aðstaða.
Sólheimanámskeiðið er ætlað leiðtogum og leiðtogaefnum í barna- og unglingastarfi kirkjunnar og KFUM og KFUK 15-90 ára. Verð: 2.900 kr.
Að þessu sinni verður hópnum skipt í þrennt: 17 ára og yngri, 18-23 ára og 24 ára og eldri. Að venju höfum við fengið til liðs við okkur mikið hæfileikafólk sem hefur miklu að miðla.
Dagskrá:
17 ára og yngri
F.h. Fræðsla um sjálfsmynd og sjálfsstyrking. Umsjón: Haukur Árni Hjartarson B.A. í sálfræði og Arnar Ragnarsson sálfræðinemi.
E.h. Æfingar í farmsögn og framkomu. Umsjón: Matthildur Bjarnadóttir guðfræðinemi.
18-23 ára
F.h. Sálgæsla unglinga. Umsjón: Þráinn Haraldsson guðfræðingur.
E.h.Sjálfsmynd unglinga. Umsjón: Gylfi Jón Gylfason sálfræðingur.
24 ára og eldri
F.h.Sjálfsmynd unglinga. Umsjón: Gylfi Jón Gylfason sálfræðingur.
E.h. Sálgæsla unglinga. Umsjón: Þráinn Haraldsson guðfræðingur.
Námskeiðið hefst með helgistund kl. 9.30 en boðið er upp á morgunhressingu frá kl. 9.00. Námskeiðinu lýkur kl. 16.30. Ætlast er til að þátttakendur séu á staðnum ALLAN tíman.
Verð
Þátttökugjald fyrir hvern þátttakenda er 2.900.- kr. og er innifalin matur, fræðsla og námskeiðsgögn. Fræðslusvið Biskupsstofu greiðir ferðastyrk til þeirra sem koma frá prestaköllum utan prófastsdæmanna á höfuðborgarsvæðinu sem jafngildir þátttökugjöldum.
Skráning
Skráning fer fram hjá fræðslusviði Biskupsstofu í síðasta lagi mánudaginn 1. febrúar. Frekari upplýsingar eru veittar á fræðslusviði Biskupsstofu eða með því að senda tölvupóst á kristin.arnardottir@biskup.is eða skrá sig í síma 528 4000 hjá Kristínu Arnardóttur.
Námskeiðið er samstarfsverkefni fræðslusviðs Biskupsstofu, KFUM og KFUK, ÆSKR, ÆSKÞ og ÆNK.