Skip to main content

Sr. Kjartan Jónsson í Tjarnarprestakalli

Eftir nóvember 23, 2009janúar 10th, 2020Fréttir

Vegna vaxandi umsvifa í Tjarnarprestakalli og mikillar fjölgunar íbúa þar á undanförnum misserum hefur sr. Kjartan Jónsson héraðsprestur verið fenginn til að létta undir með sr. Báru Friðriksdóttur sóknarpresti og hefur hann þjónað í prestakallinu frá byrjun október í 60 – 70 % starfi. Íbúar í prestakallinu eru nú um 7.000. Tveir söfnuðir eru Tjarnarprestakalli, Ástjarnarsókn og Kálfatjarnarsókn.

Kjartan verður áfram á skrifstofu Kjalarnessprófastsdæmis á þriðjudögum og miðvikudögum. Hann þjónaði í Hafnarfjarðarkirkju frá síðustu áramótum til septemberloka. Afstaða um áframhaldandi þjónustu í Tjarnarprestakalli verður tekin um áramótin.