Skip to main content

Stefnumótun í Ástjarnarprestakalli er hafin

Eftir nóvember 7, 2009janúar 10th, 2020Fréttir

Mikill hugur var í sóknarnefnd og starfsfólki Átjarnarsóknar á fyrsta fundi stefnumótunarvinnu safnaðrins sem haldinn var 5. nóvember í safnaðarheimili Ástjarnarkirkju. Viðfangsefnið var framtíð safnaðarins og áherslur í starfi.

Sr. Arnþrúður Steinunn Björnsdóttir verkefnisstjóri á Biskupsstofu leiddi vinnuna. Í inngangserindi kynnti hún m.a. áherslur í starfi Þjóðkirkjunnar almennt ræddi um aldursdreifingu sóknarbarna. Meiri hluti þeirra er barnafjölskyldur og fjölmennustu aldurshóparnir eru á aldrinum 1-14 ára og 26 – 46 ára. Innan við 200 manns eru 60 ára og eldri. 

Fundarfólki var skipt í þrjá vinnuhópa sem var falið að velja fimm atriði sem þeir töldu að leggja bæri áherslu á í starfi safnaðarins og fimm atriði sem hann teldi að stæðu starfi hans fyrir þrifum. 

Að lokum voru áherslur hópanna bornar saman og fram fimm atriði dregin fram sem mestur samhljómur var um. Þau voru: 1. Barna- og æskulýðsstarf 
2. Auka aðsókn að helgihaldi. Lýst var eftir því að gera hefðbundnar messu léttari og bjóða auk þess upp á annars konar helgihald með léttara sniði. 
3. Sálgæsla. Auka stuðning við ýmsa hópa og kærleiksþjónustu. 
4. Fjölbreytt félagsstarf, t.d. fyrir eldri borgara. Einnig mikilvægt að koma á góðri fullorðinsfræðslu. 
5. Öflugt tónlistarstarf, sem einkennist af fjölbreytni. 

Einnig var lögð áhersla á mikilvægi þess að styrkja tenglin við samfélagið, stofnanir þess s.s. skóla, leikskóla og hin ýmsu félagasamtök. 

Fundarfólk nefndi fjögur atriði sem það taldi helst ógna starfi safnaðarins: 
1. Skortur á sýnileika og kynningu 
2. Húsnæðismál. Allir voru sammála um að núverandi húsnæði safnaðarins standi starfi hans verulega fyrir þrifum. Ýmsir möguleikar til úrlausnar voru nefndir. 
3. Skortur á starfsfólki bæði launuðu og sjálfboðaliðum. 
4. Tíðarandinn