Skip to main content

Stjórnarskrá og kirkjuskipan rædd á haustfundi presta og djákna

Eftir ágúst 22, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

Árlegur haustfundur prófasts með prestum og djáknum í Kjalarnessprófastsdæmi verður haldinn fimmtudaginn 25. ágúst í safnaðarheimili Lágafellskirkju. Haustfundirnir fjalla um málefni safnaðanna í upphafi vetrarstarfs en einnig eru tekin til umfjöllunar sérstök mál hverju sinni.


Á fundinum 25. ágúst verða nýbakaðar tillögur Stjórnlagaráðs um stjórnarskipan Íslands ræddar. Tveir fulltrúar úr Stjórnlagaráði, þau Arnfríður Guðmundsdóttir prófessor og Tryggvi Gíslason lögfræðingur koma og ræða almennt um störf ráðsins og stjórnarskrá lýðveldisins og sérstaklega þær greinar sem fjalla um trúfrelsi og kirkjuskipan.

Einnig verða ræddar á fundinum hugmyndir um breytt skipulag þjóðkirkjunnar m.a. hvað varðar stöðu presta, skipan í kirkjuráð og kjör á æðstu embættismönnum kirkjunnar.

Fundurinn stendur frá kl. 9.30-12.