Skip to main content

Stjórnunarnámskeið fyrir leiðtoga í söfnuðum

Eftir september 4, 2009janúar 10th, 2020Fréttir

Nú stendur yfir stjórnunanámskeið fyrir presta, djákna og guðfræðinga í Keili á Reykjanesi. Bryndís Blöndal fræðir þátttakendur um ólíkar leiðir í ágreinings- og breytingastjórnun.

Stjórnunarnámskeiðið er skipulagt af Keili, Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, sem staðsettur er á gamla herstöðvarsvæðinu. 15 prestar, djáknar og guðfræðingar sitja námskeiðið, hlusta á fyrirlestra og taka þátt í æfingum sem miða að því að kynna leiðir í ágreinings- og breytingastjórnun.