Skip to main content

Stofnfundur ÆSKK

Eftir janúar 23, 2018janúar 10th, 2020Fréttir

ÁstjarnarkirkjaFimmtudaginn 25. janúar, kl. 18:00 verður stofnfundur Æskulýðssambands kirkjunnar í Kjalarnessprófatsdæmi í Ástjarnarkirkju, Hafnarfirði.
Allir velkomnir.

Í undirbúningshóp fyrir stofnun sambandsins eru Arna Grétarsdóttir, Arnór Bjarki Blomsterberg, Sigurður Grétar Sigurðsson og Stefán Már Gunnlaugsson. Tilgangur sambandsins er að efla starf meðal ungs fólk á aldrinum 6-30 í kirkjum prófastsdæmisins, stuðla að samstarfi og samvinnu leiðtoga og safnaða og gefa ungu fólki tækifæri til aukinna áhrifa

Dagskrá fundarins er:
1. Kosning fundarstjóra og ritara.
2. Staða æskulýðsmála innan Kjalarnessprófastsdæmis.
3. Lagabreytingar.
4. Kosning fimm manna stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga.
5. Væntingar um samstarfsverkefni og starfsemi sambandsins.
6. Samtal um samstarf á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar 2018 í Kjalarnessprófastsdæmi
7. Önnur mál.