Skip to main content

Styrkir til verkefna á sviði kærleiksþjónustu kirkjunnar

Eftir febrúar 22, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

Lútherska kirkjan í Finnlandi hefur afhent Biskupsstofu, fyrir hönd þjóðkirkjunnar, gjöf að upphæð 50 þúsund Evra. Gjöfin er hugsuð til stuðnings kærleiksþjónustu á Íslandi. Biskupsstofa hefur ákveðið að hluti af þeirri upphæð, eða 5 milljónir, verði auglýstir sem styrkir til verkefna á sviði kærleiksþjónustu, eða díakóníu.
Hæfileikaríkir unglingar á æskulýðsmóti í Brúarási
Í boði eru styrkir að fjárhæð 500 þúsund eða ein milljón, alls 5 milljónir króna. Í tilkynningu frá Biskupsstofu segir að verkefnin skulu einkum lúta að starfi með unglingum og ungum atvinnuleitendum og skulu hefjast á árinu 2011.

Ætlast er til að verkefnin séu unnin sem samstarfsverkefni sókna, prófastsdæma og/eða félagasamtaka og opinberra aðila. Mótframlag getur verið í formi húsnæðis, vinnuframlags eða fjármuna.
Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2011.

Umsóknum skal fylgja lýsing á verkefnum og fjárhagsáætlun. Umsóknum skal skilað á Biskupsstofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík eða til Ragnheiðar Sverrisdóttur sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 528 4000 eða í netfanginu ragnheidur.sverrisdottir@kirkjan.is.