Skip to main content

Styttist í ráðstefnu með Rob Bell

Eftir ágúst 25, 2016janúar 10th, 2020Fréttir

Kjalarnessprófastsdæmi er samstarfsaðili að flottri ráðstefnu sem fara mun fram í Langholtskirkju 1. -2. september næstkomandi.

Rob Bell er bandarískur metsöluhöfundur, þáttastjórnandi og prestur. Skrif hans um trúmál hafa haft slík áhrif að Time Magazine hefur útnefnt Bell sem einn af 100 áhrifamestu mönnum heims. Rob Bell þykir einkar laginn við að ná sambandi við það fólk sem á erfitt með að tengja við boðskap trúarinnar og gæti því verið vegvísir fyrir okkur á Íslandi um hvernig beri að eiga samtal um trúna. Meðfram komu Rob Bell til landsins kemur út í íslenskri þýðingu bók hans : „Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð“

Kjalarnessprófastsdæmi er samstarfsaðili að þessum flotta viðburði og því stendur prestum, djáknum, sóknarnefndarformönnum og æskulýðsfulltrúum í Kjalarnessprófastsdæmi til boða að mæta þeim að kostnaðarlausu. En það verður að skrá sig með því að senda tölvupóst á gretar.gunnarsson (hja) kirkjan.is. Hádegisverður og kaffi er innifalið.

Frekari upplýsingar um dagskrá viðburðarins er að finna á www.gudspjall.is