Nú í desember fram að jólum verður jóladagatal í samstarfi við kirkjur á Suðurnesjum, Hafnarfirði, Álftanesi,Garðabæ, Mosfellsbæ, Kjós og Kjalarnesi. Á hverjum degi birtist stutt myndband þar sem fólk með margvíslegan bakgrunn úr kirkjustarfinu fjallar um vonina, aðventuna og jólin. Yfirskrift dagatalsins er „Sú von er sönn“.
Markmiðið með jóladagatalinu er að minna á boðskap aðventunnar sem er tími vonar, þegar við beinum sjónum okkar að komu Jesú Krists og íhugum og skoðum hvað það er sem gefur lífinu gildi í raun og veru. Einnig að vekja athygli á öflugum mannauði kirkjunnar, sjálfboðaliðum, starfsfólki og þátttakendum í kirkjustarfinu.
Hægt er að fylgjast með jóladagatalinu hér á heimasíðunni eða Facebókasíðu prófastsdæmisins.
Njótum aðventunnar.