Skip to main content

Súpa eftir messu verður að jólaglaðningi

Eftir desember 6, 2012janúar 10th, 2020Fréttir

Allir krakkar og vinir þeirra hafa yfir miklu að kætast nú þegar nýr mynddiskur með Hafdísi og Klemma bætist í safnið. Keflavíkurkirkja fer skemmtilega leið til að leyfa sem flestum að njóta efnisins, m.a. með því að selja súpu eftir sunnudagsguðsþjónustur.

Skúli Ólafsson, sóknarprestur í Keflavíkurkirkju segir að kirkjan hafi fengið 200 eintök af disknum. Þeim verði pakkað inn í jólapappír og gefnir börnum sem koma til hátíðar-barnaguðsþjónustu í kirkjunni kl. 16 á aðfangadag.

Hvernig eru kaupin á diskunum fjármögnuð? Söfnun fer fram allt árið, og sérstaklega með tekjum sem fást fyrir súpu sem er elduð af sjálfboðaliðum og borin fram eftir hverja messu. Einnig er haldin svokölluð „jólafasta“ í kirkjunni, þar sem afar látlausar veitingar og kjarngóður boðskapur er borinn á borð, gegn frjálsu framlagi.

Skúli segir að diskurinn sé mikill fengur fyrir barnafólk, sjálfur nýtur hann þess að horfa á hann með syni sínum sem er á öðru ári. „Slík brakandi barnaefnissnilld hefur ekki áður sést á skjánum á mínu heimili“ segir sr. Skúli.

Daginn í dag 2 fæst í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, Reykjavík, og í verslunum um allt land.

X