Skip to main content

Þjónar í húsi Guðs – námskeið

Eftir apríl 8, 2013janúar 10th, 2020Fréttir

Námskeiðið Þjónar í húsi Guðs, sem er haldið í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, þriðjudaginn 9. apríl kl. 18-21.
Útskrift og hátíðarsamvera Farskóla leiðtogaefna í Víðistaðakirkju
Á námskeiðinu Þjónar í húsi Guðs liggur áherslan á kirkjuhúsið sjálft og hvernig það mótar umgengni og umgjörð alls sem þar fer fram. Unnið verður með spurningar sem tengjast sérleika starfsvettvangs meðhjálparans og kirkjuvarðarins, hið vígða hús.

M.a. verður farið í þætti er lúta að
– spurningunni um hvernig hús er hús Guðs?
– ólíkum hlutverkum þeirra sem koma að þjónustunni í húsi Guðs
– tilhögun og umgengni í kirkjuhúsinu
– umgjörð helgihaldsins og messunnar
– umgjörð athafna á borð við skírn, hjónavígslur og útfarir
– samskiptaþættinum í starfinu

Samtal og umræður miðast við það sem þátttakendur hafa áhuga á að vinna með, en til grundvallar liggur Handbók fyrir meðhjálpara og kirkjuverði, sóknarnefndir og starfsfólk kirkjunnar, sem Kjalarnessprófastsdæmi gaf út árið 2004.

Þátttakendur fá bókina afhenta til eignar. Leiðbeinandi er sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur í Kjalarnessprófastsdæmi.

Skráning er á Biskupsstofu, hjá Kristínu í síma 528 4000 og netfang kristin.arnardottir@kirkjan.is. Ekkert þátttökugjald.

Hér er frétt og viðtal við leiðbeinandann á námskeiðinu.