Skip to main content

Tilviljun í Lágafellsskóla

Eftir maí 6, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

Haldin verður guðsþjónusta á sunnudagskvöldið í Lágafellsskóla, þar sem fermingarbörn næsta árs og fjölskyldur þeirra eru sérstaklega boðin velkomin. Hljómsveitin Tilviljun leiðir tónlist og almennan söng.
Æskulýðsdagurinn í Árbæjarkirkju

Sú hefð er að komast á í Lágafellssókn að bjóða fermingarbörnum sem hyggjast fermast í Lágafellssókn á komandi vetri, ásamt fjölskyldum þeirra, til sérstakrar skráningarguðsþjónustu.  Þessar guðsþjónustur hafa verið með léttu snið. Að lokinni guðsþjónustu er viðstöddum boðið upp á léttar veitingar.

Við skráningarborðin standa prestar og starfsmenn sóknarinnar til að taka á móti skráningum og svara spurningum verðandi fermingarbarna og foreldra þeirra. Þessi tilhögun á skráningum hefur  reynst vel undanfarin ár.

Að þessu sinni verður skráningarguðsþjónustan í Lágafellsskóla 8. maí klukkan 20:00. Tónlistarfólk úr Mosfellsbæ, Ásbjörg Jónsdóttir og Davíð Snær Sveinsson flytja Bach í eigin útsetningu. Hljómsveitin Tilviljun kemur fram og leiðir safnaðarsöng. Hljómsveitin er skipuð ungu hæfileikaríku fólki innan KFUM & KFUK, KSS og æskulýðsstarfs kirkjunnar og leikur hún kröftuga og rokkaða lofgjörðartónlist. Tilviljun hefur getið sér gott orð fyrir vandaðan flutning á fallegum lögum. Sum laga hljómsveitarinnar eru frumsamin af hljómsveitarmeðlimum, en önnur þekkt kristileg lög úr ýmsum áttum.

Allir eru velkomnir til kvöldguðsþjónustu í Lágafellsskóla næstkomandi sunnudagskvöld.

X